Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kölluðu til Sveindísar eftir leik - „Verður að taka tíma í að árita og taka myndir"
Icelandair
Sveindís er gífurlega vinsæl um allan heim.
Sveindís er gífurlega vinsæl um allan heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sveindís, Sveíndís," var kallað úr stúkunni í Stara Pazova í Serbíu eftir leik Íslands gegn heimakonum í umspili Þjóðadeildarinnar síðasta föstudag.

Þar voru ungar serbneskar stelpur að bíða eftir því að fá áritun frá hetjunni sinni, Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Sveindís er gífurlega vinsæl en hún spilar með Wolfsburg, einu besta félagsliði heims. Þá er hún lykilleikmaður í íslenska landsliðinu.

Það var merkilegt að fylgjast með því þegar kallað var á Sveindísi í smábæ í Serbíu en hún var spurð út í þetta þegar hún ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta er bara gaman. Það voru ekki rosalega margir í stúkunni en það er gaman að sjá hvað kvennaboltinn er kominn langt og það séu stuðningsmenn út um allt. Maður verður að taka tíma í að árita og taka myndir með þeim. Það er bara gaman," sagði Sveindís.

Hún segir það skemmtilegt að vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur út um allan heim.

„Já, það er geggjað. Það segir að maður sé að gera eitthvað gott og eitthvað rétt. Ég verð bara að halda áfram."

Hægt er að sjá viðtalið við Sveindísi í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en hún verður í eldlínunni á Kópavogsvelli á þriðjudaginn þegar Ísland mætir Serbíu í síðari leik liðanna.
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Athugasemdir
banner
banner
banner