Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. febrúar 2024 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: KFA lagði Magna - Hafnir skoruðu tíu
Það var hart barist í leik Árborgar og KFR.
Það var hart barist í leik Árborgar og KFR.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson skoraði tvö fyrir Hafnir
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson skoraði tvö fyrir Hafnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað var í neðri deildunum í Lengjubikar karla í dag og kvöld, en KFA vann góðan 2-1 sigur á Magna á meðan Hafnir unnu magnaðan 10-1 sigur á Uppsveitum.

Víðir hafði sigur gegn Reyni Sandgerði, 3-2, í riðli 1 í B-deild. Markús Máni Jónsson tryggði Víðismönnum sigur með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútunum.

Víðir var að vinna sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á meðan Reynis hefur tapað báðum leikjum sínum.

KFA lagði þá Magna, 2-1, í riðli 4. Arnór Berg Grétarsson gerði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. KF og Höttur/Huginn gerðu 3-3 jafntefli í sama riðli.

KFA er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. KF og Magni með 3 stig, en Höttur/Huginn án stiga á botninum.

Hafnir unnu 10-1 stórsigur á Uppsveitum í C-deildinni. Fjórir leikmenn skoruðu tvisvar í leiknum en það voru þeir Kristófer Orri Magnússon, Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, Ægir Þór Viðarsson og Jón Kristján Harðarson. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í riðli 2.

Árborg og KFR gerðu þá 1-1 jafntefli í riðli 3. Hjörvar Sigurðsson jafnaði fyrir KR þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Tindastóll vann 6-2 stórsigur á Samherjum í riðli 4 í C-deild. Jónas Aron Ólafsson skoraði þrennu fyrir Tindastól.

B-deild - riðill 1:

Víðir 3 - 2 Reynir S.
1-0 Elís Már Gunnarsson ('3 )
1-1 Keston George ('44 )
1-2 Sindri Þór Guðmundsson ('49 )
2-2 Markús Máni Jónsson ('70 )
3-2 Markús Máni Jónsson ('83 )

B-deild - riðill 4:

Magni 1 - 2 KFA
0-1 Daníel Michal Grzegorzsson ('4 )
1-1 Adam Örn Guðmundsson ('38 )
1-2 Arnór Berg Grétarsson ('84 )

KF 3 - 3 Höttur/Huginn
1-0 Sindri Sigurðarson ('10 )
1-1 Þór Albertsson ('14 )
2-1 Alex Máni Garðarsson ('20 )
2-2 Sæbjörn Guðlaugsson ('28 )
3-2 Ljuba Delic ('60 )
3-3 Markaskorara vantar ('65 )

C-deild - riðill 2:

Hafnir 10 - 1 Uppsveitir
1-0 Kristófer Orri Magnússon ('3 )
2-0 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('16 )
3-0 Bergsveinn Andri Halldórsson ('19 )
4-0 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('20 )
5-0 Ægir Þór Viðarsson ('29 )
5-1 Sindri Þór Arnarson ('36 )
6-1 Ægir Þór Viðarsson ('37 )
7-1 Kristófer Orri Magnússon ('58 )
8-1 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('68 )
9-1 Jón Kristján Harðarson ('74 )
10-1 Jón Kristján Harðarson ('90 )

C-deild - riðill 3:

Árborg 1 - 1 KFR
1-0 Magnús Hilmar Viktorsson ('27 )
1-1 Hjörvar Sigurðsson ('75 )

C-deild - riðill 4:

Samherjar 2 - 6 Tindastóll
0-1 Dominic Louis Furness ('13 , Mark úr víti)
0-2 Jónas Aron Ólafsson ('35 )
1-2 Ísak Magni Lárusson ('37 )
1-3 Jónas Aron Ólafsson ('40 )
2-3 Agnar Tumi Arnarsson ('44 )
2-4 Svend Emil Busk Friðriksson ('47 )
2-5 Dominic Louis Furness ('58 )
2-6 Jónas Aron Ólafsson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner