Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 25. febrúar 2024 16:40
Aksentije Milisic
Sjáðu atvikið: Dijk skoraði en rangstaða dæmd á Endo

Virgil van Dijk hélt að hann væri búinn að koma Liverpool í forystu á Wembley þegar hann skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Andy Robertson.


Leikmenn Liverpool fögnuðu vel eins og gefur að skilja en svo skarst VAR í leikinn. Að lokum var dæmd rangstaða á Endo en hann var fyrir innan þegar spyrnan var tekin.

Endo steig fyrir Levi Colwill en Van Dijk vann Ben Chilwell í skallaeinvíginu og kom boltanum í netið. VAR mat það sem svo að Endo hafði áhrif á markið með því að trufla Colwill í aðdragandanum.

Atvikið má sjá hér og dæmir hver fyrir sig.


Athugasemdir
banner