Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. apríl 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rayo Vallecano biður Real Madrid um greiða
Raul de Tomas gerði 24 mörk í 32 deildarleikjum á síðasta tímabili.
Raul de Tomas gerði 24 mörk í 32 deildarleikjum á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Rayo Vallecano, botnlið spænsku deildarinnar, á eftir að spila fimm leiki á tímabilinu og er sjö stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur liðsins er gegn Sevilla en þar á eftir kemur heimaleikur gegn Real Madrid. Síðustu þrír leikirnir eru svo gegn smærri liðum.

Paco Jemez, þjálfari, og stjórn Rayo Vallecano hefur þess vegna biðlað til Real Madrid um að leyfa sér að nota sóknarmanninn Raul de Tomas í innbyrðisviðureign liðanna.

De Tomas er á láni frá Real Madrid og má ekki spila gegn félaginu vegna samningsákvæðis. Real getur þó gefið undanþágu frá reglunni og sækist Vallecano eftir því.

De Tomas er markahæsti maður Vallecano á tímabilinu með 14 mörk. Leikurinn skiptir ekki miklu máli fyrir Real sem er öruggt með þriðja sætið sitt og ólíklegt til að ná öðru sætinu af nágrönnum sínum í Atletico.

„Við erum að gera allt í okkar valdi til að Raul de Tomas geti spilað leikinn. Þess vegna höfum við beðið Real Madrid um þennan greiða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner