Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   fös 25. apríl 2025 10:15
Innkastið
Sterkasta lið 3. umferðar - Fjórir fulltrúar Aftureldingar
Hrannar Snær Magnússon skoraði fyrsta mark Aftureldingar í efstu deild.
Hrannar Snær Magnússon skoraði fyrsta mark Aftureldingar í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabríel Hrannar Eyjólfsson.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sterkasta lið 3. umferðar Bestu deildarinnar, í boði Steypustöðvarinnar. Afturelding vann Víking 1-0 og eiga Mosfellingar fjóra fulltrúa í liðinu eftir sinn fyrsta sigur í efstu deild.

Magnús Már Einarsson er þjálfari umferðarinnar, Jökull Andrésson er markvörður umferðarinnar, Oliver Sigurjónsson var frábær á miðsvæðinu og Hrannar Snær Magnússon krækti í vítaspyrnuna sem hann skoraði sjálfur úr og tryggði sigurinn.



Vestri fer fantavel af stað og er á toppi deildarinnar eftir 2-0 útisigur gegn ÍA. Varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið í úrvalsliðinu allar þrjár umferðirnar. Hinn ungi Daði Berg Jónsson kemst líka í úrvalsliðið eftir mark og stoðsendingu í Akraneshöllinni.

Breiðablik vann Stjörnuna 2-1 í stórleik umferðarinnar. Óli Valur Ómarsson var maður leiksins en Garðbæingar eru væntanlega enn með hausverk eftir að hafa þurft að glíma við hann. Hinn ungi Ásgeir Helgi Orrason lék eins og kóngur í vörn Kópavogsliðsins.

Birkir Heimisson átti tvær stoðsendingar þegar Valur vann KA sannfærandi en maður leiksins var Jónatan Ingi Jónsson sem skoraði tvívegis í leiknum.

ÍBV vann öflugan 3-1 sigur gegn Fram í Vestmanneyjum þar sem Bjarki Björn Gunnarsson skilaði marki og stoðsendingu og þá skoraði Gabríel Hrannar Eyjólfsson í 2-2 jafnteflisleik FH og KR í Krikanum.

Fyrri úrvalslið:
   15.04.2025 09:45
Sterkasta lið 2. umferðar - Níu markaskorarar

   07.04.2025 23:40
Sterkasta lið 1. umferðar - Flugstart á Bestu deildinni

Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Athugasemdir
banner
banner
banner