Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 25. maí 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
Breytingar í farvatninu hjá Dýrlingunum
Verður Ralph Hasenhuttl rekinn?
Verður Ralph Hasenhuttl rekinn?
Mynd: EPA
Staða Ralph Hasenhuttl hjá Southampton er í hættu samkvæmt enskum fjölmiðlum. Dýrlingarnir enduðu í fimmtánda sæti úrvalsdeildarinnar en liðið vann aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum.

The Sun segir að æðstu menn Southampton séu að ræða um það að reka Hasenhuttl. Annar möguleiki sem ku vera til umræðu er að reka þjálfarateymið í kringum hann og fá inn nýja menn honum til aðstoðar.

Það hefur gengið verulega illa hjá Southampton síðan í mars og liðið var farið að daðra við fallbaráttu á tímabili eftir að hafa fengið á sig 24 mörk í 10 leikjum.

Það heyrðist sungið 'Rekinn á morgun!' frá stuðningsmönnum Southampton í 3-0 tapi gegn Brentford þann 7. maí.

Hasenhuttl tók við Southampton í desember 2018 og innleiddi ferskan og kraftmikinn leikstíl. Á hans fyrsta heila tímabili endaði liðið í 11. sæti en framþróunin hefur staðnað og síðustu tvö tímabil hefur 15. sæti verið niðurstaðan.

Sport Republic eignaðist Southampton í janúar en þar fara fremstir í flokki serbneski milljarðamæringurinn Dragan Solak og Daninn Rasmus Ankersen.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner