Borgarholtsskóli býður upp á afreksíþróttasvið fyrir alla nemendur sem stunda skipulagðar keppnisíþróttir undir handleiðslu þjálfara. Námið er að mestu verklegt þar sem boðið er upp á sérstakar tækniæfingar í völdum íþróttagreinum þar sem fjöldi og aðstæður leyfa (fótbolti, handbolti, golf og íshokkí svo dæmi séu tekin). Nemendur úr öðrum íþróttagreinum fá líkamlegar styrk- og þolæfingar ásamt sérstaklega smíðuðum verkefnum og utanumhald.
Kennsla fer öll fram innan skóladagsins við frábærar aðstæður í Egilshöll.
Markmið afreksíþróttasviðs er að bjóða upp á nám sem styður við þarfir íþróttafólks á framhaldsskólastigi. Í því felst æfingar á skólatíma, sveigjanleika til ástundunar keppni og æfinga með félagsliði og landsliðum, faglegan stuðning og þjónustu við nemendur.
Nemendur sækja um skólavist á bóknámsbraut rafrænt í gegnum Menntagátt. Einnig þarf að sækja sérstaklega um á umsóknareyðublaði fyrir afreksíþróttasvið fyrir auglýstan frest hverju sinni.
Allar nánari upplýsingar veitir
Arnór Ásgeirsson
Verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs
Tölvupóstur: [email protected]
Lesa má nánar um afrekssviðið á heimasíðu skólans