banner
   fim 25. maí 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja frá því hvaða leikmann Ten Hag vill mest fá í sumar
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Manchester United mun reyna að kaupa þrjá enska landsliðsmenn í sumar; þá Declan Rice, Harry Kane og Mason Mount.

Þetta herma heimildir Sky Sports.

Efstur á óskalistanum er Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, en hann er sá leikmaður sem Erik ten Hag, stjóri Man Utd, vill mest fá í sitt lið.

Það er þó talið heldur ólíklegt að félaginu takist að landa öllum þremur leikmönnunum og það veltur mikið á mögulegum eigendaskiptum.

Rice er djúpur miðjumaður sem mun að öllum líkindum yfirgefa herbúður West Ham í sumar. Hann hefur hvað mest verið orðaður við Arsenal en Chelsea er líka sagt hafa áhuga á honum.

Besti vinur Rice er Mount, sem leikur með Chelsea. Samningaviðræður Mount við Chelsea hafa ekki gengið vel og gæti hann því fært sig um set í sumar. Það var greint frá því í gær að hann vildi helst af öllu fara til Man Utd ef hann verður ekki áfram hjá Chelsea.

Man Utd getur í kvöld tryggt sér Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð ef liðinu tekst að ná í stig gegn Chelsea á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner