Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 25. maí 2023 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dýrmætur sigur Osasuna
Osasuna vann dýrmætan 2-0 sigur á Athletic Bilbao í 36. umferð La Liga á Spáni í kvöld en liðið er nú komið í baráttuna um Evrópusæti.

Ante Budimir og Lucas Torro sáu til þess að Osasuna færi með sigur af hólmi.

Þegar tveir leikir eru eftir er Osasuna í 7. sæti með 50 stig en það gefur sæti í Sambandsdeildina. Athletic er í 8. sætinu með jafnmörg stig en slakari markatölu.

Mallorca lagði þá Valencia að velli, 1-0. Vedat Muriqi gerði eina markið þegar tæpur hálftími var eftir. Valencia er í 13. sæti með 40 stig og getur tæknilega séð enn fallið niður í B-deildina.

Úrslit og markaskorarar:

Mallorca 1 - 0 Valencia
1-0 Vedat Muriqi ('64 )

Osasuna 2 - 0 Athletic
1-0 Ante Budimir ('50 )
2-0 Lucas Torro ('77 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner