Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 25. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Palhinha bannað að tala um framtíð sína - „Ég væri til í að segja eitthvað“
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha hefur verið bannað að ræða framtíð sina á meðan hann spilar á Evrópumótinu.

Bayern München hefur átt í viðræðum við Fulham um kaup á Palhinha síðustu vikur.

Fulham hefur hafnað nokkrum tilboðum Bayern síðustu tíu daga og er talið að Bayern sé farið að skoða aðra kosti.

„Þeir leyfa mér ekki að tala. Ég væri til í að segja eitthvað,“ sagði Palhinha er hann var spurður út í framtíð sína eftir 3-0 sigur Portúgals á Tyrklandi.

Síðasta sumar var Palhinha nálægt því að ganga í raðir Bayern, en hann var mættur til München í læknisskoðun áður en Fulham sleit viðræðum þar sem félagið hafði ekki tíma til að finna mann í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner