Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   fim 25. júlí 2013 09:00
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Hefði þegið þessa stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Auðvitað eru þeir líklegri þegar þeir eru komnir á heimavöll en við eigum að geta strítt þeim," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks við Fótbolta.net aðspurður út í möguleika liðsins gegn Sturm Graz í Evrópudeildinni klukkan 16:00 í dag.

,,Planið hjá okkur er að halda markinu hreinu og spila svipað og í fyrri leiknum en sjá þegar líður á hvort við getum komið með sóknarþunga og komið þeim smá á óvart."

Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli en það eru úrslit sem Ólafur hefði verið ánægður með fyrifram.

,,Ég hefði þegið þessa stöðu og í rauninni er þetta óskastaða þannig séð. Útivallarmarkið tikkar svo hrikalega mikið fyrir það lið sem nær því. 1-0 fyrir þá eða 2-1 fyrir okkur heima, það liggur við að maður segi að það sé ekki betri staða."

Leikmenn Sturm Graz voru ekki alltof ánægðir eftir fyrri leikinn þar sem þeir vildu vera með betri stöðu fyrir leikinn í dag.

,,Þeir bjuggust við því að við værum sókndjarfari samkvæmt umfjöllun í austurrísku pressunni. Þeim fannst við vera helvíti aftarlega og ekki ógna þeim neitt að ráði. Þeir hefðu viljað skapa meira og skora því að uppleggið hjá þeim var að slátra einvíginu í fyrri hálfleik. Út frá því getum við verið sáttir," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner