Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 25. júlí 2021 11:51
Brynjar Ingi Erluson
Lewandowski leikmaður ársins annað árið í röð
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: Getty Images
Pólski framherjinn Robert Lewandowski er leikmaður ársins í Þýskalandi annað árið í röð.

Lewandowski, sem er 32 ára gamall, var valinn besti leikmaður heims fyrr á þessu ári eftir að hafa unnið þýsku deildina og Meistaradeild Evrópu með Bayern München á síðustu leiktíð.

Hann hefur verið að spila glimrandi vel síðustu ár og var meðal annars valinn besti leikmaðurinn í Þýskalandi fyrir tímabilið 2019-2020.

Pólverjinn vann verðlaunin annað árið í röð í um helgina en hann hafði betur gegn Thomas Müller og Erling Braut Haaland.

Lewandowski skoraði 41 mark í þýsku deildinni á síðustu leiktíð og sló 49 ára gamalt met Gerd Müller.

Thomas Tuchel er þá þjálfari ársins í Þýskalandi fyrir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner