sun 25. júlí 2021 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Frændi Haaland skoraði í fyrsta leik með Molde
Albert Braut Tjåland, sem er vinstra megin á myndinni, skoraði í fyrsta leik með Molde
Albert Braut Tjåland, sem er vinstra megin á myndinni, skoraði í fyrsta leik með Molde
Mynd: Heimasíða Molde
Albert Braut Tjåland, frændi Erling Braut Håland hjá Borussia Dortmund, skoraði í fyrsta leik sínum fyrir norska liðið Molde í 4-1 sigri á Spjelkavik í fyrstu umferð norska bikarsins í dag.

Tjåland er aðeins 17 ára gamall og hefur farið upp í gegnum unglingaliðin hjá Bryne og nú Molde.

Hann þykir afar efnilegur í heimalandinu og þegar frétt um hann var skrifuð í mars þá var hann kominn með 64 mörk í 37 leikjum með unglinga- og varaliði Molde.

Tjåland er ekki síðri en frændi hans hjá Dortmund en hann kom inná hjá aðalliðinu í bikarleik gegn Spjelkavik. Tjåland mætti inná völlinn á 83. mínútu og undir lok leiksins skoraði hann fjórða mark Molde.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér

Sjá einnig:
Frændi Erling Haaland með 64 mörk í 37 leikjum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner