Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle í viðræðum við Draxler
Julian Draxler
Julian Draxler
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er í viðræðum við Paris Saint-Germain um þýska miðjumanninn Julian Draxler en þetta er haft eftir franska miðlinum Le10Sport.

Glugginn hjá Newcastle hefur verið fremur rólegur til þessa en félagið hefur aðeins fengið þrjá leikmenn í þeim Nick Pope. Sven Botman og Matt Targett.

Félagið ætlar að halda áfram að styrkja hópinn og nú vill félagið fá góðan sóknarsinnaðan miðjumann.

Le10Sport segir að Newcastle sé búið að opna viðræður við PSG um Draxler, en franska félagið vill í eitthvað í kringum 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Draxler, sem er 28 ára, er sagður opinn fyrir því að ganga til liðs við Newcastle eftir að félagið hafði samband við föruneyti hans og kynnti þeim fyrir verkefninu.

Þjóðverjinn hefur mátt þola mikla bekkjarsetu hjá PSG síðustu ár en þrátt fyrir að hafa spilað 24 leiki á síðasta tímabili þá komu þeir flestir af bekknum og er hann því í leit að stærra hlutverki hjá öðru félagi.
Athugasemdir
banner