Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. ágúst 2019 18:40
Sverrir Örn Einarsson
Grindavík neitaði Víkingum um frestun
Það mun rigna duglega á vallargesti í Víkinni í kvöld.
Það mun rigna duglega á vallargesti í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Víkingar taka á móti Grindavík í Víkinni í sannkölluðum fallslag í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Liðin sitja í 10. og 11.sæti deildarinnar og ljóst að mikilvægi leiksins fyrir bæði lið er gríðarlegt.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net höfðu Víkingar samband við Grindavík með þá ósk að fresta leiknum um sólarhring vegna veðurs líkt og leik FH og Breiðabliks sem átti að fara fram í kvöld en var frestað um sólarhring.

Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við gengur kröpp lægð yfir landið þennan daginn og veðrið sem henni fylgir seint talið gott knattspyrnuveður.

Grindvíkingar urðu þó ekki við þessari beiðni Víkinga og mun því leikurinn fara fram en nú þegar þessi frétt er skrifuð er talsverður vindur og úrhellisrigning í Víkinni.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner