Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man City beinir spjótum sínum að Ruben Dias
Mynd: Getty Images
Manchester City er sagt vera búið að gefast upp á að reyna að ganga frá kaupum á senegalska miðverðinum Kalidou Koulibaly. Ekki náðist samkomulag við Napoli um kaupverð.

Síðan þá hefur Man City verið á höttunum eftir nýjum miðverði en Sevilla hafnaði 55 milljón evra tilboði frá félaginu í Jules Koundé fyrir tæpri viku síðan. Argentínski miðvörðurinn Nicolas Otamendi hefði einnig farið til Spánar í skiptum.

Því hefur enska stórveldið nú ákveðið að beina spjótum sínum að Ruben Dias sem er lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Benfica og portúgalska landsliðinu. Fabrizio Romano greinir frá því að City sé búið að reiða fram sama tilboð í hann, 55 milljónir evra auk Otamendi.

Portúgalski miðillinn O Jogo heldur því fram að Benfica sé reiðubúið til að selja miðvörðinn ef City býður tíu milljónir í viðbót fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner