Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rapinoe á lista Time yfir áhrifamestu manneskjur heims
Mynd: Getty Images
Megan Rapinoe, 35 ára landsliðskona Bandaríkjanna, er eini knattspyrnumaðurinn sem kemst á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur heims árið 2020.

Rapinoe var fyrirliði bandaríska landsliðsins sem vann HM 2019 og barðist hún fullum hálsi gegn kynbundnum launamismuni í knattspyrnuheiminum.

Rapinoe er opinberlega samkynhneigð og er andlit hennar orðið heimsþekkt sem baráttutákn fyrir réttindum kvenna, LGBTQ fólks og minnihlutahópa. Fyrir mörgum er Rapinoe andlit kvennaknattspyrnu um allan heim.

Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður demókrata í New York, valdi Rapinoe á lista Time Magazine í ár og rökstuddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner