Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. september 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Brentford neitaði að gefast upp gegn Liverpool
Brentford hefur byrjað tímabilið mjög vel.
Brentford hefur byrjað tímabilið mjög vel.
Mynd: EPA
Curtis Jones gerði þriðja mark Liverpool.
Curtis Jones gerði þriðja mark Liverpool.
Mynd: EPA
Brentford 3 - 3 Liverpool
1-0 Ethan Pinnock ('27 )
1-1 Diogo Jota ('31 )
1-2 Mohamed Salah ('54 )
2-2 Vitaly Janelt ('63 )
2-3 Curtis Jones ('67 )
3-3 Yoane Wissa ('82 )

Brentford heldur áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni. Nýliðarnir tóku á móti Liverpool í lokaleik dagsins.

Brentford hefur sýnt mikið hugrekki frá fyrsta leik; þeir ætla sér ekki að falla úr deildinni.

Heimamenn byrjuðu betur í dag og þeir komust nokkuð verðskuldað yfir á 27. mínútu er varnarmaðurinn Ethan Pinnock skoraði eftir undirbúning frá Ivan Toney.

Forystan var hins vegar ekki mjög langlíf þar sem Diogo Jota jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir sendingu frá fyrirliðanum, Jordan Henderson.

Staðan var 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en snemma í seinni hálfleik kom Mohamed Salah Liverpool í forystu.

Þá héldu kannski einhverjir að Liverpool myndi landa sigrinum þægilegan, en annað kom á daginn. Vitaly Janelt jafnaði metin aftur fyrir Brentford. Curtis Jones kom þá Liverpool aftur í forystu, en Yoane Wissa jafnaði metin á nýjan leik fyrir Brentford áður en flautað var til leiksloka.

Þvílíkur karakter í Brentford, en Liverpool-menn eru eflaust svekktir með þessi úrslit. Varnarleikurinn hefur oft verið betri hjá Liverpool en í kvöld.

Lokatölur 1-1 og er Brentford í níunda sæti með níu stig. Liverpool er á toppnum með 14 stig. Lærisveinar Jurgen Klopp hefðu getað náð þriggja stiga forskoti með sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner