Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. september 2021 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Markvörðurinn þeirra á að vera númer tíu
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Þetta var mjög villtur leikur," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 3-3 jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Þeir áttu skilið að skora þrjú mörk miðað við það hvernig þeir spiluðu. Okkur tókst ekki að takast á við löngu boltana, en við hefðum átt að skora meira."

Klopp er mjög hrifinn af Brentford, sem eru nýliðar í deildinni. „Þeir áttu þetta skilið. Við sköpuðum mikið af færum en við réðum ekki við þá varnarlega. Svona gerist í fótbolta. Brentford átti stigið skilið."

„Þeir börðust hrikalega vel og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Það komu upp stöður þar sem við áttum að gera betur og ef við hefðum gert það, þá hefði leikurinn verið allt öðruvísi. Markvörðurinn þeirra á að vera með númer tíu á bakinu út af boltunum sem hann átti í dag."

Mohamed Salah skoraði sitt 100. deildarmark fyrir Liverpool í dag. „Ég er viss um að Mo sjái það líka þannig að hann hefði elskað að skora sitt 101. mark í dag," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner