Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. september 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Müller þriðji markahæsti leikmaður Bayern frá upphafi
Thomas Müller er kominn með 218 mörk
Thomas Müller er kominn með 218 mörk
Mynd: EPA
Þýski landsliðsmaðurinn Thomas Müller náði merkum áfanga í gær er hann skoraði fyrsta mark Bayern München í 3-1 sigri á nýliðum Greuther Fürth.

Mark Müller kom á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf Alphonso Davies en þetta var mark númer 218 hjá leikmanninum.

Hann var með jafn mörg mörk og Karl-Heinz Rummenigge fyrir leikinn en er nú búinn að eigna sér þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn Bayern frá upphafi.

Aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira en Müller. Nafni hans, Gerd Müller, er markahæsti leikmaðurinn í sögunni með 563 mörk, en næstur á eftir honum er pólski framherjinn Robert Lewandowski með 305 mörk.


Athugasemdir
banner
banner