Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. september 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah sá fljótasti í 100 mörk
Salah í leiknum í kvöld.
Salah í leiknum í kvöld.
Mynd: EPA
Egyptinn Mohamed Salah skoraði sitt 100. deildarmark fyrir Liverpool í kvöld.

Hann skoraði annað mark liðsins í 3-3 jafntefli gegn Brentford á útivelli.

Salah þurfti aðeins 151 leik til að ná þessum merkilega áfanga. Hann er sá leikmaður sem þurfti fæsta leiki til að skora 100 deildarmörk fyrir Liverpool. Engum öðrum leikmanni í sögu félagsins hefur tekist að skora þetta mörg mörk í þetta fáum leikjum.

Salah er 29 ára gamall og hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017. Hann kom til félagsins frá Roma og hefur verið algjörlega magnaður síðan.

Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni með 14 stig. Lærisveinar Jurgen Klopp hefðu getað náð þriggja stiga forskoti með sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner