Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 25. september 2021 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar komnir með nokkra fingur á titilinn
Nikolaj var að skora.
Nikolaj var að skora.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna stendur yfir lokaumferðin í Pepsi Max-deild karla. Það ríkir mikil spenna yfir leikjunum sem eru í gangi.

Víkingur Reykjavík og Breiðablik eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Víkingur getur orðið meistari í fyrsta sinn í 30 ár ef þeim tekst að leggja Leikni að velli í Fossvoginum. Þar voru Víkingar að ná forystunni fyrir stuttu.

„Víkingar taka hér forystuna eftir snarpa sókn! Kristall Máni með frábæra fyrirgjöf og Hansen gjörsamlega aleinn í teignum! Hann á ekki í neinum vandræðum með að stanga boltann inn!!! 1-0," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu þegar Nikolaj Hansen - sem hefur verið frábær í sumar - skoraði.

Víkingar verða meistarar ef þeir ná að landa sigrinum. Annars hefur fyrsti hálftíminn í leikjunum sex verið frekar rólegur.

Beinar textalýsingar
Víkingur 1 - 0 Leiknir
Breiðablik 0 - 0 HK
Keflavík 0 - 0 ÍA
KA 0 - 1 FH
Stjarnan 0 - 0 KR
Fylkir 0 - 0 Valur
Athugasemdir
banner