Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 25. september 2022 16:51
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne: Hálfur landsliðsferillinn hefur verið gegn Wales
Mynd: EPA

Kevin De Bruyne segist vera orðinn þreyttur á að spila alltaf á móti sömu andstæðingum í landsleikjahléum.


Belgíska landsliðið hefur dregist furðulega oft í riðil með Wales á undanförnum árum og mættust liðin fyrir helgi í fjórðu innbyrðisviðureigninni síðustu 18 mánuði. Það var níunda innbyrðisviðureign liðanna síðan 2012.

Frægasta viðureignin er frá EM 2016 þegar Wales vann óvæntan 3-1 sigur í 8-liða úrslitunum og tryggði sér þar með þátttöku í undanúrslitunum.

„Ég held að hálfur landsliðsferillinn minn hafi verið gegn Wales. Ég veit ekki hvers vegna þetta er svona en þetta er orðið frekar þreytt. Ég held ég sé búinn að spila tólf sinnum við þá. Af einhverjum ástæðum spilum við alltaf gegn sömu liðum," sagði De Bruyne eftir 2-1 sigur Belgíu gegn Wales á dögunum.

„Við höfum trú á okkar getu fyrir HM. Við höfum verið að spila með sama byrjunarlið undanfarin ár og þekkjum hvorn annan mjög vel núorðið."

Belgía er talið meðal sigurstranglegri liða heimsmeistaramótsins og mætir til leiks í áhugaverðum riðli ásamt Króatíu, Kanada og Marokkó.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner