Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mán 25. september 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Höjbjerg í leit að nýju umboðsteymi
Mynd: Getty Images

Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg er í leit að nýju umboðsteymi þar sem hann vill yfirgefa Tottenham sem fyrst.


Höjbjerg er 28 ára gamall og er ekki með byrjunarliðssæti á miðju Tottenham undir stjórn Ange Postecoglou eftir að hafa verið lykilmaður á stjórnartíð Antonio Conte.

Hann vill skipta um félag sem fyrst en samningur hans við Tottenham rennur út sumarið 2025.

Hann er því í leit að nýju umboðsteymi sem getur hjálpað honum að finna nýtt félag og semja um kaup og kjör.

Óljóst er hvert Höjbjerg vill fara, en það þykir afar líklegt að honum standi til boða að fara til Sádí-Arabíu kjósi hann að gera það.


Athugasemdir
banner
banner