mán 25. október 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Everton og West Ham vilja Perisic - Ten Hag orðaður við Newcastle
Powerade
Ivan Perisic.
Ivan Perisic.
Mynd: EPA
Erik Ten Hag, stjóri Ajax.
Erik Ten Hag, stjóri Ajax.
Mynd: Getty Images
Perisic, Ten Hag, Fulgini, Marcelo, Rice, Diaz, Ndombele og fleiri í slúðurpakkanum á mánudegi. BBC tók saman.

Everton og West Ham eru meðal félaga sem hafa áhuga á króatíska vængmanninum Ivan Perisic (32) hjá Inter. Það er einnig áhugi úr þýsku deildinni í leikmanninn. (Fichajes)

Newcastle United þyrfti að bjóða framúrskarandi samning svo Erik ten Hag, stjóri Ajax, myndi stökkva á að verða stjóri liðsins. (Chronicle Live)

Angelo Fulgini (25), miðjumaður franska liðsins Angers, er á blaði hjá úrvalsdeildarliðum eftir að hann skoraði gegn Paris St-Germain. (Sun)

Brasilíski bakvörðurinn Marcelo (33) hefur sagt Real Madrid að hann muni yfirgefa félagið eftir tímabilið. Talið er líklegt að hann fari til Fluminese í Brasilíu. (El Nacional)

David Moyes, stjóri West Ham, segir að félag þyrfti að bjóða yfir 100 milljónir punda svo það ætti möguleika á að kaupa enska miðjumanninn Declan Rice. (Sky Sports)

Chelsea hefur sent fyrirspurn um vængmanninn Luis Diaz (24) hjá Porto en Newcastle, Bayern München og Real Madrid hafa einnig haft samband við umboðsmenn leikmannsins. (Nicolo Schira)

Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombele (24) segir að krísufundur með stjórnarformanninum Daniel Levy hafi bjargað ferli sínum hjá Tottenham. (Sun)

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba (28), hefur frestað viðræðum um nýjan samning við Manchester United þar til í apríl. (AS)

Viðræður AC Milan við miðjumanninn Franck Kiessie (24) um nýjan samning ganga illa en hann er orðaður við stórlið í Evrópu. (Calcio Mercato)

Antonio Rudiger (28) mun líklega yfirgefa Chelsea næsta sumar. Þýski miðvörðurinn er orðaður við Juventus, Manchester City, Tottenham og Paris St-Germain. (Wettfreunde)

Konstantinos Mavropanos (23) og Matteo Guendouzi (22) sem eru á lánssamningum hjá Stuttgart og Marseille munu líklega ganga endanlega í raðir þeirra félaga frá Arsenal næsta sumar. (Football London)
Athugasemdir
banner
banner
banner