Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. október 2021 12:28
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn telja Solskjær ekki hæfan í verkefnið - Conte klár í viðræður
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Guardian segist hafa heimildir innan úr búningsklefa Manchester United sem segja að 0-5 tapið gegn Liverpool í gær hafi endurspeglað þann skort á trú sem er á Ole Gunnar Solskjær meðal leikmanna.

Talið er að æðstu menn United séu alvarlega að íhuga stöðu Solskjær eftir að liðið hefur fengið aðeins eitt stig úr síðustu fjórum úrvalsdeildarleikjum.

Joel Glazer, sem leiðir ákvarðanir eigenda Manchester United, býr í Flórída sem er fimm klukkustundum á eftir Bretlandi svo ákvörðun gæti verið tekin seinna í dag.

Sagt er að leikmönnum United líki mjög vel við Solskjær en telji að hann sé ekki taktískt hæfur til að takast á við starfið.

Antonio Conte ku vera tilbúinn í viðræður við United en félagið hefur þó ekki sett sig í samband við hann. Sagt er að Conte vilji ræða við United um sýn félagsins áður en hann gefur út um hvort hann sé klár í starfið.

Conte hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Internazionale í maí en hann gerði liðið að meisturum. Conte vann Englandsmeistaratitilinn með Chelsea 2017 og FA-bikarinn ári síðar.

Sjá einnig:
Þrír sem Man Utd horfir til ef Solskjær verður rekinn
Athugasemdir
banner
banner
banner