Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðustu fimm sigrar allir komið hjá mismunandi stjórum
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Mynd: Getty Images
Watford vann á laugardag mjög flottan útisigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Watford lenti tvisvar undir en sýndi mikinn karakter og vann að lokum 2-5 sigur. Joshua King, fyrrum leikmaður Everton, skoraði þrennu.

Það er ekki oft sem Watford vinnur útileiki í ensku úrvalsdeildinni, en eitt sem félagið gerir oft er að skipta um knattspyrnustjóra.

Fjölmiðlamaðurinn Richard Jolly birtir athyglisverða tölfræði í tengslum við þessa tvo þætti.

„Síðustu fimm sigurleikir Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni hafa verið hjá fimm mismunandi stjórum (Gracia, Sanchez Flores, Pearson, Munoz, Ranieri)," skrifar Jolly á Twitter.

Claudio Ranieri tók við starfi stjóra Watford fyrr á þessu tímabili af Xisco Munoz. Hans fyrsti sigurleikur með liðið var á laugardag.


Athugasemdir
banner
banner
banner