Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. nóvember 2021 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurvin náð markmiðunum með Gróttu og riftir samningi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurvin Reynisson hefur verið fyrirliði Gróttu undanfarin ár. Hann hefur rift samningi sínum við félagið.

Sigurvin er 26 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Fylki en hefur einnig leikið með Elliða og Tindastóli á sínum ferli. Árið 2016 gekk hann í raðir Gróttu og var hjá félaginu í sex tímabil. Í sumar lék hann nítján leiki með Gróttu sem endaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar.

„Mig langar að spila með Kríu Íslandsmótinu í Futsal," sagði Sigurvin við Fótbolta.net í dag en á félagaskiptasíðu KSÍ kemur fram að hann sé kominn með leikheimild með félaginu.

Aðspurður hvort hann myndi svo skipta aftur í Gróttu svaraði Sigurvin neitandi. En er hann hættur?

„Ég er búinn að rifta samningnum mínum við Gróttu. Það er bara nóvember, ég er ekki til í að ganga það langt og segja að ég sé hættur en er samt alls ekki að leita mér að liði," sagði Sigurvin og hélt áfram: „Ég var búinn að ná þeim markmiðum sem ég vildi ná hjá Gróttu."
Athugasemdir
banner
banner