Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 25. nóvember 2023 17:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Newcastle fór illa með Chelsea - West Ham snéri taflinu við gegn Burnley
Joao Pedro
Joao Pedro
Mynd: EPA

Chelsea hefur náð í góð úrslit að undanförnu en liðið lenti á vegg í dag og tapaði gegn Newcastle.


Alexander Isak var að spila sinn fyrsta leik í mánuð en hann kom Newcastle yfir. Raheem Sterling jafnaði metin með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. 1-1 var staðan í hálfleik.

Jamal Lascelles kom Newcastle yfir og Joelinton bætti þriðja markinu við eftir skelfileg mistök hjá Thiago Silva.

Þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka fékk Reece James að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Anthony Gordon en hann hafði fengið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu fyrr í leiknum.

Gordon negldi síðan síðasta naglann í kistu Chelsea.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem náði forystunni gegn West Ham á heimavelli.

Gestirnir gáfust hins vegar ekki upp og hinn 19 ára gamli Divin Mubama jafnaði metin þegar skammt var til leiksloka og Tomas Soucek tryggði liðinu sigur með marki í uppbótatíma.

Joao Pedro var hetja Brighton sem hélt út gegn Nottingham Forest. Forest náði forystunni en Brighton skoraði þá þrjú mörk í röð. Morgan Gibbs-White minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en Lewis Dunk gerðist þá brotlegur, hann fékk gult spjald fyrir brotið og annað fyrir kjaft og þar með rautt.

Luton vann endurkomusigur á Crystal Palace og Bournemouth vann góðan sigur á Sheffield United.

Burnley 1 - 2 West Ham
1-0 Jay Rodriguez ('49 , víti)
1-1 Dara O'Shea ('86 , sjálfsmark)
1-2 Tomas Soucek ('90 )

Luton 2 - 1 Crystal Palace
1-0 Teden Mengi ('72 )
1-1 Michael Olise ('74 )
2-1 Jacob Brown ('83 )

Sheffield Utd 1 - 3 Bournemouth
0-1 Marcus Tavernier ('12 )
0-2 Justin Kluivert ('45 )
0-3 Marcus Tavernier ('50 )
1-3 Oliver McBurnie ('90 )

Newcastle 4 - 1 Chelsea
1-0 Alexander Isak ('13 )
1-1 Raheem Sterling ('23 )
2-1 Jamaal Lascelles ('60 )
3-1 Joelinton ('61 )
4-1 Anthony Gordon ('83 )
Rautt spjald: Reece James, Chelsea ('73)

Nott. Forest 2 - 3 Brighton
1-0 Anthony Elanga ('3 )
1-1 Evan Ferguson ('26 )
1-2 Joao Pedro ('45 )
1-3 Joao Pedro ('58 , víti)
2-3 Morgan Gibbs-White ('76 , víti)
Rautt spjald: Lewis Dunk, Brighton ('73)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner