Heimild: Tipsbladet
Hinn 16 ára gamli Alexander Máni Guðjónsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína fyrir U17 lið Midtjylland í Danmörku.
„Hann er mikill markaskorari. Á sama tíma sjáum við möguleika í leiknum hans með bakið í markið og hreyfingarnar í spili sem getur gert hann að fullkominni níu," segir á heimasíðu Midtjylland.
Unglingalandsliðsmaðurinn samdi við Midtjylland í sumar frá Stjörnunni en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í Framtíðarbikarnum svokallaða þar sem aðalliðsmenn spila og ungir leikmenn fá tækifæri.
„Hann er mikill markaskorari. Á sama tíma sjáum við möguleika í leiknum hans með bakið í markið og hreyfingarnar í spili sem getur gert hann að fullkominni níu," segir á heimasíðu Midtjylland.
Unglingalandsliðsmaðurinn samdi við Midtjylland í sumar frá Stjörnunni en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í Framtíðarbikarnum svokallaða þar sem aðalliðsmenn spila og ungir leikmenn fá tækifæri.
Tipsbladet fjallar um árangurinn hans á tímabilinu til þessa en hann hefur farið á kostum með U17 liðinu og markahæstur í deildinni með tíu mörk í ellefu leikjum.
Hann hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum í þessum mánuði og þá skoraði hann fimm mörk í tveimur leikjum fyrir U17 landslið Íslands undir lok síðasta mánaðar.
Athugasemdir


