Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Alexander Máni lék sinn fyrsta leik með aðalliði Midtjylland
Mynd: FCM
Unglingalandsliðsmaðurinn Alexander Máni Guðjónsson spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði danska félagsins Midtjylland í Framtíðarbikarnum í dag.

Þessi 16 ára gamli Stjörnumaður samdi við Midtjylland í sumar eftir að hafa heillað með Stjörnunni og yngri landsliðum Íslands.

Hann hefur spilað með yngri liðum Midtjylland síðan hann gekk í raðir félagsins en fékk loks að spreyta sig með aðalliðinu í dag.

Midtjylland tekur þátt í móti sem nefnist Framtíðarbikarinn, en þar spila leikmenn aðalliðsins og fá margir ungir og efnilegir einnig að stíga sín fyrstu skref.

Alexander byrjaði leikinn en í byrjunarliðinu mátti einnig finna Jonas Lössl, varamarkvörð Midtjylland, Paulinho, Dani Silva og Friday Etim sem eiga allir leiki með aðalliðinu.

Stjörnumaðurinn var eini U17 leikmaðurinn sem spilaði með Midtjylland í leiknum.

Midtjylland tapaði leiknum fyrir ríkjandi meisturum Randers, 3-1, en næsti leikur liðsins er gegn Íslendingaliði SönderjyskE í byrjun næsta árs.


Athugasemdir
banner
banner