Pep Guardiola gerir tíu breytingar á byrjunarliði Man City frá tapi gegn Newcastle í úrvalsdeildinni um helgina. Aðeins Nico Gonzalez heldur sæti sínu.
Guardiola sagði að hann hefði viljað skipta öllu liðinu út.
Guardiola sagði að hann hefði viljað skipta öllu liðinu út.
„Ég vildi gera ellefu breytingar en ég er ekki með leikmennina í það. Við verðum að gera þetta saman, það eru margir leikir, allir eru með. Þess vegna eru þeir leikmenn Man City, þeir eru mjög góðir leikmenn," sagði Guardiola.
„Margir spila með landsliðum. Það eru margir leikir, við komum seint heim frá Newcastle. Þess vegna byrja þessir leikmenn. Þetta er frábært tækifæri til að taka skrefið að því að komast áfram."
Athugasemdir



