Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Vildi gera ellefu breytingar
Mynd: EPA
Pep Guardiola gerir tíu breytingar á byrjunarliði Man City frá tapi gegn Newcastle í úrvalsdeildinni um helgina. Aðeins Nico Gonzalez heldur sæti sínu.

Guardiola sagði að hann hefði viljað skipta öllu liðinu út.

„Ég vildi gera ellefu breytingar en ég er ekki með leikmennina í það. Við verðum að gera þetta saman, það eru margir leikir, allir eru með. Þess vegna eru þeir leikmenn Man City, þeir eru mjög góðir leikmenn," sagði Guardiola.

„Margir spila með landsliðum. Það eru margir leikir, við komum seint heim frá Newcastle. Þess vegna byrja þessir leikmenn. Þetta er frábært tækifæri til að taka skrefið að því að komast áfram."
Athugasemdir
banner
banner