Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Estevao fetar í fótspor Mbappe og Haaland
Mynd: EPA
Estevao, sóknarmaður Chelsea, hefur verið frábær í Meistaradeildinni en hann skoraði sitt þriðja mark í keppninni gegn Barcelona í kvöld.

Þegar þetta er skrifað er Chelsea 2-0 yfir og Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Estevao er 18 ára gamall en hann er aðeins þriðji táningurinn til að skora í þremur fyrstu byrjunarliðsleikjum sínum í Meistaradeildinni. Aðeins Kylian Mbappe og Erling Haaland hafa náð því.

Estevao hefur verið heitur að undanförnu en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu sjö leikjum fyrir Chelsea og brasilíska landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner