Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Estevao: Klárlega sérstakasta augnablikið á ferlinum
Mynd: EPA
Ungi Brasilíumaðurinn Estevao skoraði laglegt mark fyrir Chelsea þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn tíu leikmönnum Barcelona.

Jules Kounde varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Ronald Araujo fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks. Estevao skoraði síðan annað markið þegar hann lék á varnarmann og skoraði úr þröngu færi. Liam Delap innsiglaði síðan sigurinn.

„Ég hef ekki orð til að súmmera upp hvernig mér líður núna. Þetta var fullkomið kvöld. Ég er þakkláturguði að láta þetta allt gerast fyrir mig," sagði Estevao.

„Þetta gerðist allt svo fljótt, áður en ég vissi. Ég fann svæði og skoppaði í gegn og skoraði. Þetta var svo sérstakt augnablik á ferlinum og ég vona að ég geti skorað enn fleiri mörk. Þetta var klárlega sérstakasta augnablikið á ferlinum."
Athugasemdir
banner
banner