þri 26. janúar 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Balotelli fékk kaldar kveðjur í Brescia
Maro Balotelli er ekki vinsæll í Brescia
Maro Balotelli er ekki vinsæll í Brescia
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Mario Balotelli fékk afar kaldar kveðjur er hann mætti á Mario Rigamonti-leikvanginn í Brescia í gær til að fylgjast með leik liðsins gegn Monza.

Balotelli er þrítugur og nú á mála hjá Monza en hann skrifaði undir samning hjá B-deildarliðinu undir lok síðasta árs.

Hann hefur verið að koma sér í form en var ekki með í 1-0 sigrinum á Brescia í gær vegna meiðsla.

Balotelli ákvað að mæta og styðja sína menn í Monza en var ekki hleypt í bílastæði á leikvangnum og neyddist því til að leggja bílnum í nágrenni við völlinn.

Hann fékk kaldar kveðjur frá starfsfólki og stuðningsmönnum Brescia en hann yfirgaf félagið síðasta sumar eftir mikil vandræði milli hans og félagsins. Hann neitaði að mæta og æfa og var á endanum rift samningnum við hann.

Balotelli fæddist í Palermo en var alinn upp í Brescia en stuðningsmenn Brescia afneita honum þó.

„Það eru aðrir leikmenn sem hafa elskað þessa borg en þú ert einskis virði fyrir okkur og sýnir enga virðingu," stóð á einum borðanum fyrir utan leikvanginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner