þri 26. janúar 2021 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski bikarinn: Betis, Villarreal og Levante fyrst áfram
Betis lagði Real Sociedad í framlengdum leik.
Betis lagði Real Sociedad í framlengdum leik.
Mynd: Getty Images
Það voru spilaðir þrír leikir í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Real Betis gerði mjög vel í því að slá Real Sociedad úr leik. Sá leikur fór alla leið í framlengingu og þar hafði Betis betur, en bæði lið höfðu misst mann af velli með rautt spjald í venjulegum leiktíma.

Sociedad er í sjötta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og Betis í áttunda sæti.

Villarreal vann nauman sigur á Girona og þá vann Levante útisigur á Real Valladolid í miklum markaleik.

Þetta voru fyrstu leikirnir í átta liða úrslitum og því eru Betis, Villarreal og Levante sem eru komin áfram í næstu umferð.

Betis 3 - 1 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('13 )
1-1 Sergio Canales ('79 )
2-1 Borja Iglesias ('96 )
3-1 Borja Iglesias ('111 )
3-2 Adnan Januzaj ('116 )
Rautt spjald: Asier Illarramendi, Real Sociedad ('48), Antonio Sanabria, Betis ('76)

Girona 0 - 1 Villarreal
0-1 Yeremi Santos ('19 )

Valladolid 2 - 4 Levante
1-0 Toni Villa ('13 )
1-1 Enis Bardhi ('23 )
1-2 Mickael Malsa ('45 )
1-3 Coke ('59 )
2-3 Shon Weissman ('65 )
2-4 Jose Luis Morales ('80 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner