Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Daniel Wass á leið til Atlético
Daniel Wass er að ganga til liðs við Spánarmeistara Atlético Madríd
Daniel Wass er að ganga til liðs við Spánarmeistara Atlético Madríd
Mynd: EPA
Danski hægri bakvörðurinn Daniel Wass er að ganga til liðs við Atlético Madríd frá Valencia.

Wass, sem er 32 ára gamall, hefur spilað á Spáni síðustu sjö ár, fyrst með Celta Vigo og svo með Valencia.

Hann er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig leyst af á miðsvæðinu.

Spænska félagið Atlético Madríd hefur síðustu daga verið í viðræðum við Valencia um að fá Wass en nú er samkomulag í höfn. Atlético greiðir Valencia 2,7 milljónir evra fyrir leikmanninn og gerir hann átján mánaða samning.

Wass kemur inn fyrir Kieran Trippier sem yfirgaf félagið í byrjun mánaðarins og samdi við Newcastle United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner