Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 26. janúar 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon skoraði tvö og Orri fiskaði víti
FC Kaupmannahöfn spilaði í dag æfingaleik við Hvidövre í Danmörku. Liðin undirbúa sig fyrir seinni hluta tímabilsins í Danmörku. Vetrarfríinu lýkur eftir þrjár vikur.

Hvidövre, sem er í næstefstu deild, leiddi í hálfleik með einu marki en dönsku meistararnir svöruðu með fjórum mörkum í seinni hálfleik.

Hákon Arnar Haraldsson skoraði tvö þeirra og Orri Steinn Óskarsson fiskaði eitt víti. Þeir Hákon og Orri komu inn á í hálfleik en Ísak Bergmann Jóhannesson lék fyrri hálfleikinn. Mörkin hans Hákonar má sjá hér að neðan.

Í glugganum hefur hann verið orðaður við austurrísku meistaranna í RB Salzburg. Salzburg er sagt hafa boðið rétt tæplega 100 milljónir danskra króna í Hákon og verður fróðlegt að sjá hvort annað tilboð komi í kjölfarið.


Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner