Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. janúar 2023 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Fjölnir vann fjöruga viðureign gegn Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Leiknir R. 2 - 3 Fjölnir
0-1 Árni Steinn Sigursteinsson ('14)
1-1 Sindri Björnsson ('16, víti)
1-2 Ósvald Jarl Traustason ('22, sjálfsmark)
1-3 Árni Steinn Sigursteinsson ('54)
2-3 Róbert Quental Árnason ('73)


Fjölnir endar í öðru sæti í B-riðli Reykjavíkurmótsins eftir sigur á Leikni R. í kvöld.

Árni Steinn Sigursteinsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en Sindri Björnsson jafnaði skömmu síðar úr vítaspyrnu.

Ósvald Jarl Traustason setti boltann svo í eigið net á 22. mínútu og leiddi Fjölnir því 1-2 í leikhlé. Árni Steinn tvöfaldaði forystu Fjölnis í upphafi síðari hálfleiks og nægði mark Róberts Quental Árnasonar á 73. mínútu ekki fyrir Breiðhyltinga. Lokatölur 2-3.

Fjölnir endar því með sex stig eftir þrjár umferðir, einu stigi eftir Fram sem fer í úrslitaleikinn.

Leiknir endar á botni riðilsins án stiga, en Valur er í þriðja sæti með fjögur stig.


Athugasemdir
banner
banner