mið 26. febrúar 2020 10:28
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Axel Óskar að verða klár eftir erfið meiðsli: Labba ekki beint inn í liðið
Axel Óskar Andrésson á landsliðsæfingu.
Axel Óskar Andrésson á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson er að koma til baka eftir krossbandsslit sem hann hlaut í fyrsta leik með Viking í Stafangri í norsku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann missti því af öllu tímabilinu.

Það eru tæpir níu mánuðir síðan þessi 22 ára leikmaður gekkst undir aðgerð.

„Ég er ekki enn byrjaður að taka þátt í spilköflum í lok æfinga en annars hef ég bara verið að æfa eins og aðrir leikmenn liðsins. Ég mun svo hitta lækninn sem skar mig upp á næstu dögum og þá fáum við lokasvar við því hvort ég sé í raun bara klár í slaginn með Viking," segir Axel í viðtali við Morgunblaðið.

Hann segist hafa fengið hjálp frá íþróttasálfræðingi í gegnum þessi erfiðu meiðsli og það hafi gert sér mjög gott.

Nýtt tímabil í norsku úrvalsdeildinni hefst í apríl en Viking átti mjög gott tímabil í fyrra, hafnaði í fimmta sæti og vann bikarmeistaratitilinn.

„Ég er ekki að fara að labba beint inn í liðið en markmiðið er að sjálfsögðu að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. Ég á ekki von á því að byrja fyrsta leik en það kemur vonandi þegar fer að líða á tímabilið. Ég mun spila síðustu tvo æfingaleiki liðsins fyrir tímabilið, gegn Start og Haugesund, og ég er strax farinn að hlakka til," segir Axel við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner