Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. febrúar 2020 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne: Pep kemur stundum á óvart
De Bruyne fagnar með liðsfélögunum.
De Bruyne fagnar með liðsfélögunum.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne skoraði bæði og lagði upp þegar Manchester City vann Real Madrid 2-1 á útivelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Pep Guardiola byrjaði með leikmenn eins og Raheem Sterling, David Silva og Sergio Aguero á bekknum, en City tókst þrátt fyrir það að knýja fram sigur. Þá var hann með sóknarmanninn Gabriel Jesus á vinstri vængnum.

„Við vorum í vandræðum fyrstu 15 mínúturnar en þú verður að komast í gegnum storminn," sagði De Bruyne eftir leikinn.

„Fyrri hálfleikurinn var jafn og við byrjuðum seinni hálfleikinn vel. Markið þeirra kom á slæmu augnabliki fyrir okkur - þegar við vorum með yfirburði. Við svöruðum stórkostlega."

„Á fjórum árum með Pep (Guardiola) hefur hann stundum komið á óvart. Stundum er leikmönnum ekki sagt fyrr en á leikdegi hvað þeir eiga að gera."

Að lokum sagði De Bruyne: „Við erum bara komnir hálfa leiðina."
Athugasemdir
banner
banner
banner