Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. febrúar 2020 11:22
Magnús Már Einarsson
Fjölnir með danskan kantmann á reynslu
Úr leik hjá Fjölni.
Úr leik hjá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar Fjölnis í Pepsi Max-deildinni eru þessa dagana með danska kantmanninn Lee Rochester Sörensen á reynslu.

Lee er 25 ára gamall en hann á leiki með yngri landsliðum Dana. Hann á einnig ættir að rekja til Jamaíka.

Lee hóf feril sinn í dönsku úrvalsdeildinni með HB Köge en síðan þá hefur hann spilað mest í dönsku B-deildinni.

Á þessu tímabili hefur Lee spilað ellefu leiki með Roskilde í dönsku B-deildinni en í fyrra lék hann með Nest-Sotra í norsku B-deildinni.

Á ferlinum hefur Lee einnig spilað með Vestsjælland og Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner
banner