Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. febrúar 2021 06:00
Aksentije Milisic
Sagan á bak við peysu Guardiola
Peysan.
Peysan.
Mynd: Getty Images
Það tóku margir eftir hettupeysunni sem Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var í á hliðarlínunni gegn Arsenal um síðustu helgi.

Guardiola, sem er reglulega vel klæddur í jakka og skyrtu á hliðarlínunni, var í hettupeysu á Emirates leikvangnum sem fékk fólk til þess að tala á Twitter.

Þessi hettupeysa tengdist góðgerðarstarfsemi. Á peysunni stendur „Open Arms sem eru samtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og hafa þau samtök í Katalóníu. Þau reyna að hjálpa flóttamönnum sem eru að reyna að komast til Evrópu sjóleiðis.

Guardiola hefur barist fyrir þessu í fortíðinni. Hann klæddist svipaðari peysu gegn Newcastle United fyrr á þessu tímabili og það varð til þess að Oscar Kamps, eigandi Open Arms, sagði að Guardiola hafi gefið 150 þúsund evrur til samtakann árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner