Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   mán 26. febrúar 2024 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema klúðraði víti en lagði upp sigurmarkið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Karim Benzema var á sínum stað í byrjunarliði Al-Ittihad sem tók á móti Al-Wehda í efstu deild í Sádi-Arabíu í kvöld.

Benzema kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en eftir athugun í VAR-herberginu var ekki dæmt mark vegna sóknarbrots.

Odion Ighalo, fyrrum leikmaður Watford og Manchester United, skoraði skömmu síðar til að taka forystuna fyrir Al-Wehda.

Benzema fékk kjörið tækifæri til að jafna metin seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en klúðraði af vítapunktinum og því leiddu gestirnir þegar komið var inn í seinni hálfleikinn.

Ittihad sótti án afláts í síðari hálfleiknum og tókst loks að gera jöfnunarmark á 84. mínútu, þegar dæmd var önnur vítaspyrna. Benzema leyfði liðsfélaga sínum Abderrazak Hamdallah að stíga á vítapunktinn og jafnaði hann leikinn.

Ittihad missti leikmann af velli með rautt spjald á 90. mínútu en hélt áfram að leita að sigurmarki og fann það í uppbótartímanum. Benzema lagði þá upp fyrir Hamdallah sem skoraði sigurmarkið á 94. mínútu.

Þetta er þriðji sigurinn í röð hjá Al-Ittihad og er liðið aðeins sex stigum frá meistaradeildarsæti þegar þréttan umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Úrvalsdeildarleikmennirnir fyrrverandi N'Golo Kanté, Fabinho og Ahmed Hegazy voru einnig í byrjunarliði Al-Ittihad í kvöld.

Kerem Aktürkoglu var þá hetjan í 2-1 sigri Galatasaray í toppbaráttu tyrknesku deildarinnar.

Aktürkoglu skoraði tvennu í fyrri hálfleik og klúðraði svo vítaspyrnu eftir leikhlé þegar hann reyndi að fullkomna þrennuna, en það kom ekki að sök fyrir heimamenn.

Úrvalsdeildarleikmennirnir fyrrverandi Davinson Sanchez, Carlos Vinicius, Tete og Lucas Torreira voru í byrjunarliði Galatasaray og fékk Wilfried Zaha að koma inn af bekknum.

Serge Aurier, Hakim ZIyech og Tanguy Ndombele voru ekki með vegna meiðsla á meðan Mauro Icardi var í leikbanni.

Galatasaray er á toppi deildarinnar eftir þennan sigur, með tveggja stiga forystu á Fenerbahce þegar ellefu umferðir eru eftir. Liðin eru gjörsamlega búin að stinga restina af deildinni af, þar sem Trabzonspor situr í þriðja sæti, heilum 25 stigum frá titilbaráttunni.

Al-Ittihad 2 - 1 Al-Wehda
0-1 Odion Ighalo ('35)
0-1 Karim Benzema, misnotað víti ('45+11)
1-1 Abderrazak Hamdallah ('84, víti)
2-1 Abderrazak Hamdallah ('94)
Rautt spjald: S. Al-Mosa, Al-Ittihad ('90)

Galatasaray 2 - 1 Antalyaspor
1-0 Kerem Akturkoglu ('12, víti)
1-1 Sander van de Streek ('33)
2-1 Kerem Akturkoglu ('45+1)
2-1 Kerem Akturkoglu, misnotað víti ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner