Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 26. febrúar 2024 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sávio innsiglaði sigurinn með tvennu í uppbótartíma
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Girona 3 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Viktor Tsygankov ('52)
2-0 Savio ('91)
3-0 Savio ('95)
Rautt spjald: Pep Chavarria, Vallecano ('76)

Girona, sem er spútnik lið spænska deildartímabilsins, tók á móti Rayo Vallecano í eina leik kvöldsins og var staðan markalaus eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik.

Heimamenn í Girona skiptu um gír í seinni hálfleik og voru talsvert sterkari aðilinn. Það tók Viktor Tsygankov aðeins nokkrar mínútur að taka forystuna fyrir Girona eftir leikhlé.

Girona sýndi yfirburði og fékk færi til að tvöfalda forystuna en gestirnir fengu einnig færi til að jafna, en boltinn rataði ekki í netið fyrr en í uppbótartíma.

Brasilíska ungstirnið Sávio, sem er talinn vera á leið til Englandsmeistara Manchester City, lét þá til sín taka og skoraði tvennu til að innsigla sigurinn.

Lokatölur 3-0 fyrir Girona sem er í öðru sæti, sex stigum á eftir Real Madrid þegar tólf umferðir eru eftir af deildartímabilinu. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Girona eftir tvo tapleiki og eitt jafntefli í síðustu þremur.

Vallecano situr eftir í neðri hlutanum, með 25 stig eftir 26 umferðir en þó heilum sjö stigum fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 12 1 3 48 17 +31 37
2 Real Madrid 14 10 3 1 30 11 +19 33
3 Atletico Madrid 15 9 5 1 26 8 +18 32
4 Athletic 15 7 5 3 22 14 +8 26
5 Villarreal 14 7 5 2 27 23 +4 26
6 Mallorca 16 7 3 6 16 18 -2 24
7 Osasuna 15 6 5 4 20 23 -3 23
8 Girona 15 6 4 5 22 20 +2 22
9 Real Sociedad 15 6 3 6 13 11 +2 21
10 Betis 15 5 5 5 16 18 -2 20
11 Sevilla 15 5 4 6 14 19 -5 19
12 Celta 15 5 3 7 23 27 -4 18
13 Vallecano 14 4 4 6 14 16 -2 16
14 Leganes 15 3 6 6 14 20 -6 15
15 Las Palmas 15 4 3 8 20 26 -6 15
16 Alaves 15 4 2 9 16 25 -9 14
17 Getafe 15 2 7 6 10 13 -3 13
18 Espanyol 14 4 1 9 15 27 -12 13
19 Valencia 13 2 4 7 13 21 -8 10
20 Valladolid 15 2 3 10 10 32 -22 9
Athugasemdir
banner
banner
banner