Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Anna Rakel Pétursdóttir (IK Uppsala)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Heiða Ragney.
Heiða Ragney.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Agla María.
Agla María.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Karen María.
Karen María.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Rakel Pétursdóttir er Akureyringur sem hélt erlendis í atvinnumennsku eftir tímabilið 2018.

Rakel gekk í raðir Linköpings í Svíþjóð en skipti yfir í IK Uppsala eftir síðustu leiktíð. Hún var valin í landsliðshóp kvenna í síðasta landsliðsverkefni og í dag segir hún frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Anna Rakel Pétursdóttir

Gælunafn: Er ekki með neitt gælunafn.

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti í Pepsi var árið 2014.

Uppáhalds drykkur: Vatnið

Uppáhalds matsölustaður: Mæli með Zanas í Linköping.

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends er my go to

Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, mars og karamelludýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Hvenær ertu til?"

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég held að allir sem þekkja mig vita svarið við þessari. Ég myndi aldrei spila með Þór

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Pernille Harder

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói Gunn og Donni fá að deila þessu

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Agla María getur verið erfið.

Sætasti sigurinn: Síðasti leikurinn minn með KA var í bikarúrslitum á móti Tindastóli. Það var 2-2 eftir venjulegan leiktíma, Tindastóll skorar í framlengingu en við fengum svo víti þar sem við jöfnuðum og unnum svo í vító.

Mestu vonbrigðin: Tímabilið með Linköping í fyrra var vonbrigði. Að lenda í 5.sæti með þennan hóp ætti að vera ómögulegt

Uppáhalds lið í enska: Arsenal..

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Heiða Ragney

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann og Karen María

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Birgir Þór Sverrisson og Ólafur Aron Pétursson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ég er á Ronaldo vagninum.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Heima á Íslandi var SMJ sterk

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyrin

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég skoraði þrennu í landsleik með U19

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég hef mjög gaman af handbolta en annars bara hvaða íþrótt sem er

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Myndmennt

Vandræðalegasta augnablik: Ég skoraði sjálfsmark á móti KR... Ég gleymi því seint

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Harpa Jóhanns myndi segja brandara, Lára Einars myndi finna leið til að koma okkur af eyjunni og Lára Kristín Pedersen myndi halda uppi mjög áhugaverðum samræðum

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei smakkað áfengi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Úff, mér dettur ekkert í hug

Hverju laugstu síðast: Sagði að ég þyrfti að vera í Svíþjóð næstu daga og kom svo óvænt heim til Akureyrar

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Tapa

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Við megum ekki æfa úti í Svíþjóð núna þannig ég er heima á Akureyri. Það er nú ekki mikið annað að gera en að æfa og eyða tíma með fjölskyldu og vinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner