Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. mars 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: The Times 
Neyðarráðstafanir hjá FIFA - Samningslausir leikmenn klári tímabilið
Pedro, kantmaður Chelsea, verður samningslaus 30. júní.
Pedro, kantmaður Chelsea, verður samningslaus 30. júní.
Mynd: Getty Images
Leikmenn sem verða samningslausir í júní verða að klára þetta tímabil með sínum núverandi félögum. The Times segir að FIFA sé að plana þessar ráðstafanir út af kórónuveirunni.

Fótbolta í allflestum deildum Evrópu hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar. Til að mynda á Englandi þá er búið að fresta úrvalsdeildinni til 30. apríl að minnsta kosti.

Margir leikmenn hjá félögum í stærstu deildum Evrópu renna út á samningi í lok júní, en þá gæti verið að tímabilið verði enn í fullum gangi vegna þess að núna er hlé.

The Times hefur undir höndunum skjal þar sem fram kemur að FIFA verði með neyðarráðastafanir svo að leikmenn færi sig ekki um set áður en deildir klárast. Þetta á líka við um félagaskipti sem nú þegar hafa gengið í gegn fyrir sumarið.

Einnig segir í skjalinu að FIFA mæli með því að félög vinni með leikmönnum og starfsmönnum að því að minnka laun um „ásættanlega upphæð" á meðan ástandið er eins og það er.

Sjá einnig:
Draumalið samningslausra leikmanna utan Englands
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner