Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 26. mars 2023 12:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki hissa á því að Trent sé ekki í hópnum

Trent Alexander-Arnold hægri bakvörður Liverpool er ekki í landsliðshópi Englands en hann hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína í búningi Liverpool á þessari leiktíð.


Phil Thompson fyrrum varnarmaður Liverpool segist ekki vera hissa á því að hann hafi ekki verið valinn í þetta verkefni.

„Ég er eiginlega ekki hissa á því að Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Reece James var heill ásamt Trippier. James er kominn til baka eftir langvarandi meiðsli og Trippier er í góðu formi undanfarið," sagði Thompson.

„Trent hefur ekki verið frábær eftir HM, fjarvera hans úr hópnum var ekki mikið áfall."


Athugasemdir
banner
banner