Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. mars 2023 12:15
Elvar Geir Magnússon
Vaduz
„Mótið er ekki búið þrátt fyrir þetta tap“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag leikur Ísland annan leik sinn í undankeppni EM 2024, gegn Liechtenstein í Vaduz. Eins og lesendur vita þá tapaði Ísland 3-0 fyrir Bosníu í liðinni viku.

Á sama tíma fór fram leikur Slóvakíu og Lúxemborg í sama riðli en hann endaði með markalausu jafntefli. Mikil reiði er vegna þessara úrslita í Slóvakíu.

Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

„Þetta er rosalega opinn riðill," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í gær þegar hann var beðinn um að segja hvað úrslitin í Slóvakíu segja honum.

„Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað landslið, fyrst U21 landsliðið og svo í undankeppninni fyrir HM, að riðlarnir hafa verið opnir og mörg lið svipuð að styrkleika."

„Það hefur enginn verið að tala um Lúxemborg hingað til en þessi úrslit sýna að þeir eru vel skipulagðir og gott lið. Þeir eru komnir með leikmenn á fínum stöðum í Evrópu. Strax þarna missir Slóvakía af stigum heima."

„Ég hef sagt það að í þessum riðli þurfum við að vinna fjóra heimaleiki og tvo til þrjá útileiki. Við fórum inn í þennan leik gegn Bosníu með það í huga að það væri frábært að ná sigri, það hefði verið mjög gott að ná jafntefli. Mótið er ekki búið þrátt fyrir tap og þessi úrslit, 0-0 hjá Slóvakíu og Lúxemborg sýna okkur að liðin eiga eftir að taka stig hvert af öðru," segir Arnar.

„Ef við náum í þessi stig verðum við mjög nálægt þessu en þá þurfum við að bæta leik okkar á ákveðnum sviðum. Ég les það úr þessum úrslitum, þetta verður rosalega opið og er langt maraþon."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner