Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 26. mars 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Háværar sögur um að Gasperini taki við Roma
Mynd: EPA
Þær sögur að Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta, muni taka við Roma eftir tímabilið verða sífellt háværari.

„Við erum að tala um magnaðan stað með geggjaða stuðningsmenn. Ég er stoltur af því að vera orðaður við Roma en kýs að einbeita mér að því verkefni sem ég er í hjá Atalanta," sagði Gasperini þegar hann var spurður út í orðróminn.

Hinn gamalreyndi Claudio Ranieri stýrir nú Roma en hann samþykkti í vetur að stýra liðinu út yfirstandandi tímabil, eftir að Ivan Juric var rekinn.

Ítalskir fjölmiðlar segja að framkvæmdastjóri Roma og Ranieri sjálfur hafi þegar rætt við Gasperini um möguleika á að hann taki við í sumar.

Ef Gasperini yfirgefur Atalanta eru nöfn Thiago Motta, Maurizio Sarri, Vincenzo Italiano, Igor Tudor og Francesco Farioli nefnd þegar rætt er um næsta stjóra félagsins.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 35 16 9 10 55 39 +16 57
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner